VPS er með eftirlit með stáli, suðum og málningu á afloftunarsúlu 5 sem er nú í smíðum fyrir HS Orku. Ístak sér alfarið um smíðar á súlunni. Aflotunarsúlan er stórt verkefni og í því eru nokkrar suður sem fela í sér samsetningu á svörtu stáli og ryðfríu. Suðuferlar voru prófaðir af Exova í Bretlandi og stimplaðir af Lloyds á Íslandi.

Í þessu verkefni notuðum við 3 gerðir af prófunum sem við bjóðum uppá, röntgen, hljóðbylgjuprófun og sprunguleit. Einnig fylgdumst við með gæðum sandblásturs og málningarþykktum.