Þjónusta sem VPS veitir

Röntgenmyndun

Röntgenmyndun hentar vel við skoðun á málmsuðu. Hægt er að röntgenmynda stál, ryðfrítt stál og ál. Röntgen er öðrum mælingum fremri í þunnum efnum 2-15 mm. Framköllun mynda og mat á röntgenmyndum fer fram hjá VPS. Mikill kostur er að röntgenmyndin er til og hægt að skoða og meta síðar, VPS geymir allar myndir í það minnsta ár. Helsti ókostur röntgen er geislunin þegar verið er að taka myndir. Með okkar tækjum Balteau Ceram 235 getum við myndað 2-40 mm þykkt stál.

Staðlar sem VPS notar eru EN ISO 17636, EN 12517 og EN ISO 5817.

Hljóðbylgjuprófun

Hljóðbylgjuprófun er góð mæling við skoðun á málmsuðu. Gott er að mæla þykkari efni með hljóðbylgjum en lágmarks þykkt er 8 mm skv. staðli. VPS hefur ekki verið að skoða suður í áli eða ryðfríu stáli með hljóðbylgjum.

Stúfsuður þurfa að vera gegnumsoðnar til að hægt sé að hljóðbylgjuprófa.

Þykktarmælingar eru framkvæmdar með hljóðgbylgjum. Þykktarmæla má öll málmefni. Meðal þess sem við höfum verið að þykktarmæla eru skip, katlar og bryggjuþil.

Staðlar sem við notum eru EN 17640, EN ISO 11666 og EN ISO 5817.

Sprunguleit með segli

Sprunguleit með segli er góð mæling á efni sem er segulmagnanleg. Markmiðið er að leita eftir sprungum í suðum og steyptum stálefnum. Efnið sem á að prófa er segulmagnað með segli og svarf borið á flötinn. Sprungur rjúfa segulsviðið og svarfið sem borið er á raðar sér á sprunguna.

Nokkrum aðferðum er hægt að beita við sprunguleit. VPS hefur mest notað hvítan grunn og svarf í olíu. Aðrar að ferðir eru UV útfjólublátt svarf, þá er mælingin framkvæmd í myrkri og ekki notaður hvítur grunnur. Einnig má nota þurrt svarf með hvítum grunni.

Staðlar sem við notum eru EN ISO 17638, EN ISO 23278 og EN ISO 5817.

Sprunguleit með lit

Sprunguleit með lit er alhliða aðferð við sprunguleit og má nota hana á öll málmefni. VPS notar hana mest á ryðfrítt stál og ál. Mikilvægt að yfirborðið sé hreint og slétt til að auka nákvæmni við mat á niðurstöðu.

Mælingin byggir á að litur er borinn á hreinsað yfirborð. Liturinn látinn liggja á yfirborðinu til að finna allar misfellur og sprungur. Eftir nokkrun tíma er liturinn þurrkaður af og framkallari settur yfir. Framkallari hjálpar við að draga litinn út úr sprungum.

Staðlar sem við notum eru EN ISO 3452-1, EN ISO 23277 og EN ISO 5817.

Verkeftirlit

VPS hefur í gegnt ráðgjöf og eftirliti í stærri suðuverkefnum fyrir verkkaupa. Við stærri framkvæmdir í suðu er að ýmsu að huga eins og yfirfara suðuferla, hæfnispróf suðumanna og sinna NDT prófunum.