VPS fékk það verkefni að röntgenmynda suður fyrir OR við Varmalæk II í Borgarfirði. Þar er verið að endurnýja aðveitulögn hitaveitu Borgarfjarðar. Hitaveitulagnir eru ýmist röntgenmyndaðar eða hljóðbylgjuprófaðar og alltaf sjónskoðaðar. VPS er með sínar eigin rafstöðvar fyrir verkefni þar sem ekki er rafmagn til staðar.