Íslandsmótið í Málmsuðu verður haldið daga 23-31 október næstkomandi. Keppnin verður á ýmsan hátt með breyttu sniði frá því sem að menn hafa átt að venjast. Sem dæmi er hún nú haldin á tveimur stöðum á landinu, þann 23 október í Verkmenntaskólanum kl. 13.00 á Akureyri og þann 31 október kl. 08.00 hjá Iðunni Fræðslusetri í Reykjavík.

Önnur nýbreytni er að nú verður keppt í fjórum suðugreinum í stað sex áður, Pinnasuðu PF og PC svart, MAG-suðu PF svart, Logsuðu PF og TIG-suðu ryðfrítt H-L045. Einnig geta menn nú tekið þátt í þeim greinum sem þeir kjósa, en Íslandsmeistari í Málmsuðu verður sá sem að tekur þátt í öllum fjórum greinum og hlýtur flest stig úr þeim samanlagt.

Frekari upplýsingar um keppnina og keppnis handbók er að finna á heimasíðu okkar www.malmsuda.is og þar er einnig hægt að skrá þáttöku.

Tilgangur keppninnar er að auka metnað og virðingu fyrir málmsuðu á Íslandi .

Viljum við hjá MFSÍ sjá sem flesta til taka þátt í keppninni og eru félagsmenn hvattir til að kíkja á keppnisstað þó svo að þeir ætli ekki að taka þátt og sjá hvernig keppnin fer fram og hitta hvern annan.